21. apríl síðastliðinn sendi heilbrigðisráðuneyti út tilkynningu um takmarkanir á samkomum og íþróttastarfi frá 4. maí.

Það sem snertir starf reiðhallarinnar er eftirfarandi:

  • Frá 4. maí falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum sem iðka íþróttir innandyra. Af þeim sökum er reiðhöllin lokuð þegar námskeið með framangreindum iðkendum fara fram.
  • Á öðrum tímum mega ekki fleiri en 6 einstaklingar vera í reiðhöllinni á sama tíma. Fólk er beðið að virða þessa takmörkun, brot á henni mun leiða til þess að reiðhöllinni verði lokað.
  • Í einhverjum tilfellum er reiðhöllin lokuð á meðan námskeiðum stendur. Biðjum við þá sem ætla að nota reiðhöllina að fylgjast með reiðhallardagatali Fáks á heimasíðunni.
  • Óheimilt er að nota búningsklefa, sturtuklefa eða aðra inniaðstöðu aðra en íþróttasal og salernisaðstöðu.
  • Snertingar eru óheimilar og halda skal 2. metra bili á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa milli notkunar. Þetta á til dæmis við um áhöld til að verka upp tað.
  • Æfingar og keppnir skipulagðs íþróttastarfs eru heimilar án áhorfenda. Áhorfendur eru þar af leiðandi bannaðir í stúku reiðhallarinnar.

Tilkynninguna í heild sinni má finna á vef stjórnartíðinda.