Fimmtudaginn 28. maí verður kynning á hestakjörsviði Opinnar stúdentsbrautar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Ef þú hefur áhuga á hestum þá er þetta kjörið tækifæri til að kynna sér námsleið þar sem þú fléttar saman áhugamál og nám. Ef þetta er eitthvað fyrir þig þá smelltu á meðfylgjandi hlekk á viðburðinn þá vitum við hvað við eigum von á mörgum í hús. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir líka og þurfa þá einnig að skrá sig.

Hlekkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1332591247131349/

Kær kveðja,

Reiðkennarar FMOS.