Fréttir

Kynning á námskeiðahaldi í kvöld klukkan 20

Kæri félagsmaður

Í kvöld verður kynning á námskeiðahaldi Fáks í TM reiðhöllinni kl. 20.00.   Fræðslunefnd Fáks býður einnig upp á spjall við gesti um hvernig námskeið fólk hefur áhuga á að fá inn í starfið.

Í kjölfarið mun Einar Ásgeirsson, fóðurfræðingur hjá Fóðurblöndunni halda erindi um fóðrun reiðhesta. Gestir fá afsláttarmiða sem veitir 15 % afslátt af hestavörum Fóðurblöndunnar í einn mánuð.

Kaffi, kruðerlí og að sjálfsögðu bollur í tilefni dagsins gegn vægu gjaldi.

Enginn aðgangseyrir og öll velkomin.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Fræðslunefnd Fáks.