Í dag hefst kynbótasýning hjá okkur í Víðidal. Mælingar og sköpulagsdómar fara fram í Lýsishöllinni og hægt er að fylgjast með frá áhorfendastæði. Reiðdómur fer fram á skeiðbrautinni gegnt félagsheimilinu.
Af þessum sökum er reiðhöllin lokuð frá og með deginum í dag og fram til 15. júlí vegna undirbúnings fyrir Landsmót.
Þá er einnig rekstrarhringurinn lokaður dagana 3.-7. júní.