Nú liggur það fyrir hverjir hafa unnið sér inn þátttökurétt til að keppa á Landsmóti í Reykjavík. Í kjölfarið ætlar Fákur að vera með keppnisþjálfun fyrir börn, unglinga og ungmenni fram að Landsmóti.

Dómarinn/reiðkennarinn/keppnismaðurinn og reynsluboltinn Sigurbjörn ætlar að vera með keppnisþjálfun fyrir unglinga og ungmenni.
Þjálfun á velli, upphitun og útfærslur á prógrammi.
3×30 min einkatímar.
Verð er 22.500kr

Dagsetningar liggja fyrir um leið og skráningu er lokið.

Vigdís Matthíasdóttir hefur séð um keppnisnámskeið barna og unglinga í vetur og mun halda áfram með þjálfun fyrir landsmót og fylgja þeim eftir alla leið á Landsmót (Upphitun fyrir keppni á landsmóti og tekur á móti eftir keppni).

Þjálfun fer bæði fram á velli og í reiðhöll eða gerði.

5×30 min einkatímar.
Verð er 25.000kr

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Miðvikudagur 5. júní
Miðvikudagur 12. júní
Miðvikudagur 19. júní
Miðvikudaginn 26. júní
Landsmót

Skráning fer fram á sportabler