Fákur stendur fyrir utanumhaldi sem hugsað er fyrir yngri kynslóðina sem stefnir á að keppa í vor, t.d. þá sem vilja reyna komast inn á Landsmót fyrir hönd Fáks. Er þetta því ætlað fyrir krakka í barna-,
unglinga- og ungmennaflokki, þ.e. 10-21 árs á árinu.
Fyrirkomulagið verður fjölbreytt og breytilegt. Stofnaður verður Facebook hópur fyrir þá sem hafa skráð sig fyrir 16. janúar og nánari fyrirkomulag verður kynnt þar.
Aðalkennari hópsins verður Helga Una Björnsdóttir en henni til aðstoðar verður Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir, sem jafnframt verður með utanumhald um hópinn. Öllum fyrirspurnum skal beint til Hrafnhildar.
Helga Una mun koma 1x í mánuði í janúar, febrúar og mars til að gefa krökkunum leiðbeiningar en verður svo 2-3x í apríl og maí, ásamt því að vera til staðar fyrir landsmótsúrtöku Fáks. Nánari dags- og tímasetningar verða kynntar í Facebookhópnum þegar skráning liggur ljós fyrir. Einnig munu drög að dagskrá vera kynnt.
Boðið verður upp á fræðsluerindi, hittinga svo krakkarnir kynnist og auka námskeið, svo þetta er kjörið tækifæri til að komast að hjá góðum kennurum, með því að vera í hópnum.
Verð fyrir utanumhaldið er 50.000 kr.
Fleiri kennarar munu koma að þessu, sem eru þó aukalega við utanumhaldið. Krakkarnir þurfa því að skrá sig sérstaklega á það (sem er opnað seinna).
Til að mynda mun Hjörvar Ágústsson mun koma helgina 25.-26. janúar.
Bendum á að krakkarnir geta nýtt sér frístundastyrki til þess að greiða fyrir námskeiðið. Þeir sem hafa áhuga á því er bent að senda Einari framkvæmdastjóra Fáks póst þess efnis á skraning@fakur.is