Fákur óskar eftir upplýsingum um árangur félagsmanna á íþrótta- og gæðingamótum á árinu 2020.
Viðmiðunarreglur við val á afreksknöpum má sjá <hér>.
Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2020 í eftirfarandi flokkum:
- Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlka og drengur
- Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlka og drengur
- Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlka og drengur
- Besti keppnisárangur í áhugamannaflokki, kona og karl
- Íþróttakona og íþróttakarl Fáks
Árangursupplýsingar skulu sendast á netfangið skraning@fakur.is í síðasta lagi föstudaginn 6. desember.
Vegna sóttvarnarráðstafanna verður að telja nær öruggt að ekki sé hægt að halda uppskeruhátíð Fáks.
Þess í stað mun félagið leita annarra leiða til að veita íþróttafólki okkar sínar viðurkenninar.