Á morgun sunnudag mun Ásmundur Einar Daðason. mennta- og barnamálaráðherra, heimsækja Fák.

Mun formaður Fáks, Hjörtur Bergstað, meðal annars kynna honum svæðið og starfssemi félagshesthússins.

Þá mun formaður og ráðherra einnig koma við á meistaradeild æskunnar sem fram fer á morgun og skrifa undir samning um styrk til Landsmóts sem fram fer í Víðidal í sumar. Búist er við að undirskrift fari fram milli 15 og 16.