Á næstu dögum hefjast framkvæmdir á undirstöðum undir nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár. Brún verður staðsett við Grænugróf eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Verktaki mun af þeim sökum nýta reiðveg til að komast á verkstað. Því verður umferð vöruflutningabíla um þennan hluta vegarins og biðjum við reiðmenn að fara varlega meðan á þessum framkvæmdum stendur. Brýnt verður fyrir bílstjórum að taka tillit til ríðandi umferðar.

Stefnir verktaki á að klára verkið um mánaðarmótin mars/apríl.