Fimmtudaginn 18. april hélt æskulýðsdeild Fáks Bingó í félagsheimilinu. Húsið fylltist af ungum og eldri Fáksurum og var þétt setið á borðum. Í kringum 180 spjöld seldust ásamt pizzu og gotteríi.

Ungi fáksarinn Selma Dóra Þorsteinsdóttir var bingóstjóri kvöldsins. Hún stóð sig gríðarlega vel og spilaði bæði sitjandi og standandi Bingó. Bingóið vakti greinilega mikla lukku ungra fáksara sem voru í miklu keppnisskapi og voru virkilega spennt fyrir vinningunum.

Fjáröflunarviðburður verður ekki haldin án styrktaraðila sem gefa vinninga og verðmæti.  Æskulýðsdeild Fáks þakkar þeim aðilum kærlega fyrir sem gáfu vinninga til Bingósins.

Styrktaraðilar bingósins eru eftirtaldir:

Folatollar:

  • Augasteinn frá Árbæ, gefendur eru Maríanna Gunnarsóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson
    Dynjandi frá Álfhólum, gefandi er Sara Ástþórsdóttir
    Ólsen frá Egilsá, gefendur eru Fákaland Export.
    Lávarður frá Egilsá, gefendur Fákaland Export

Reiðkennsla

  • Edda Rún og Siggi Matt
  • Steinar Sigurbjörnsson
  • Þórdís Erla Gunnarsdóttir
  • Vigdís Matthíasdóttir
  • Vilfríður F. Sæþórsdóttir

Járningar

  • John Kristinn Sigurjónsson
  • Þorgrímur Hallgrímsson (Toggi)

Aðrir:

  • Volcano Huts- Þórsmörk
    Fákaland Export
  • K9
  • Ástund
  • Lífland
  • Lýsi
  • Casa
  • KFC
  • Skalli Ögurhvarfi
  • Vinnufatasalan
  • Duck and Rose
  • Heildsalan Kleifarsel
  • Laugarásbíó
  • Dominos