Aðalfundur Fáks verður haldinn á morgunn 30. apríl 2024 í félagsheimili Fáks klukkan 20:00.

Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins. Ef starfsmaður skrifstofu er ekki við er hægt að hringja í 898-8445.

Kosið er um eftirfarandi embætti:

 • Formann
 • Gjaldkera til eins árs
 • Ritara til tveggja ára
 • Meðstjórnanda til tveggja ára
 • Meðstjórnanda til tveggja ára

Eftirfarandi framboð hafa borist til stjórnar Fáks:

Hjörtur Bergstað til formanns

Hákon Leifsson til gjaldkera
Ívar Hauksson til ritara
Sigurður Elmar Ólafsson til meðstjórnanda
Sæmundur Ólafsson til meðstjórnanda
Þormóður Skorri Steingrímsson til meðstjórnanda

Dagskrá aðalfundar var auglýst 16. apríl síðastliðinn og er eftirfarandi:

 1. Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnarinnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
 2. Gjaldkeri skýrir og leggur reikninga félagsins fram til samþykktar. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal jafnframt lögð fram.
 3. Lagabreytingar skv. 16. gr. – Engar lagabreytingar liggja fyrir
 4. Bygging reiðhallar norðan við núverandi reiðhöll  í samstarfi við félagsmenn.
 5. Heimild til stjórnar að selja óbyggðar lóðir í Faxabóli.
 6. Kosin stjórn skv. 5. gr.
 7. Kosinn a.m.k. einn skoðunarmaður, endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skv. 5. gr.
 8. Ákvörðun árgjalds skv. 8. gr.
 9. Önnur mál, sem félagið varðar.

Hvetjum félagsmenn til að mæta.

Heitt á könnunni.