Guðmundur Ólafsson, fyrrverandi formaður Fáks, féll frá sl. föstudag á sínu 95. aldursári. Guðmundur er mörgum minnistæður enda hafði hann ódrepandi áhuga á hestum og félagsmálum hestamanna. Guðmundur var í stjórn Fáks 1971-1976 en þá tók hann við formennsku í Fáki og gengdi því starfi af mikilli festu og röggsemi til ársins 1982. Þó hann hafi þá hætt sem formaður Fáks, áttu hestar og Fákur áfram hug hans og þökkum við honum kærlega fyrir það óeigingjarna starf sem hann lagði á vogaskálarnar hjá Fáki í gegnum tíðina.
Útför Guðmundur verður nk. föstudag.
Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðju.
Hestamannafélagið Fákur