Boðað er til opins fundar um Meistaradeild æskunnar sem er mótaröð fyrir unga knapa í TM-Reiðhöllinni í vetur. Undirbúningsnefnd, sem skipuð var síðasta vetur, mun skila af sér tillögum um fyrirkomulag keppninnar en jafnframt er fundurinn hugsaður til þess að fá fleiri hugmyndir um fyrirkomulag og framkvæmd svo deildin verði sem glæsilegust. Deildin verður liðakeppni og verður öllum heimilt að taka þátt, en ef aðsókn verður mjög mikil þá verða liðið valin inn (keppni eða dregið). En allt um þetta og meira til á fundinum sem verður haldinn í TM-Reiðhöllinni í Víðidal þann 30. ágúst kl. 20:00.

Allir velkomnir.

Kveðja frá undirbúningsnefndinni