Vilt þú nútímavæða þína hestamennsku og fylgjast með fóðurþörf, hreyfingu og þjálfun hestanna þinna í gegnum símann?

Hefur þú lent í vandræðum með að koma hestinum þínum upp á hestakerru og langar að læra einfalda og skothelda aðferð við hestakerrubras?

Komdu þá á fyrirlestur í TM höllinni þriðjudaginn 17. Janúar klukkan 19:30. Fyrst verður kynning á hinu bráðsnjalla appi HorseDay og í framhaldinu mun Magnús Lárusson reiðkennari segja frá rassreipinu og hvernig það nýtist í tamningu og þjálfun bæði yngri og eldri hesta. Eftir fyrirlesturinn verður verkleg sýnikennsla.

Allir velkomnir. Aðgangur 2.000 kr. fyrir 18 ára og eldri og ókeypis fyrir börn og unglinga.

Heitt á könnunni.