Forsala á hrossakjötsveislu Limsfélagsins verður í Guðmundastofu fimmtudaginn 9.febrúar frá klukkan 18:30.

Að sjálfsögðu verður tekið vel á móti fólki og boðið upp á betra verðið í miðakaupum.

Það er engin spurning hvort eigi að mæta á laugardaginn því glens menn Limsfélagsins eru að hafa sig alla við að toppa öll önnur ár!

Svo búast má við hlátursköstum, góðum félagsskap og eintómri gleði.

T2 meistaradeildarinnar verður á skjáum í Guðmundarstofu svo enginn ætti að missa af keppninni rétt á meðan þeir kaupa miða.