Félagsgjöld Fáks fyrir árið 2023 munu birtast í dag í heimabanka félagsmanna.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að gjald fyrir fullorðna sé 17.500 kr og fyrir ungmenni 7.000 kr.
70 ára og eldri greiða ekki félagsgjöld og sama á við um 17 ára og yngri.
Án félagsgjalda er erfitt fyrir Fák að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring stundi þeir hestamennsku í Víðidal og Almannadal.
Hvað gerir hestamannafélagið Fákur fyrir þig?
- Félagið heldur úti öflugri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og hesthúsaeigendur á svæðinu.
- Félagið hefur byggt upp myndarlegt reiðvegakerfi í samstarfi við Reykjavíkurborg.
- Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi fyrir alla aldurshópa félagsmanna. Sem dæmi má nefna að:
- Félagið rekur félagshesthús fyrir börn og unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref í hestamennsku.
- Félagið heldur úti öflugu æskulýðsstarfi.
- Félagið skipuleggur námskeiðahald og fræðslustarf.
- Félagið skipuleggur sameiginlega reiðtúra félagsmanna.
- Félagið skipuleggur viðburði fyrir heldri Fáksfélaga.
- Félagið skipuleggur fjölmarga viðburði, litla og stóra, fyrir félagsmenn og má þar m.a. nefna Herra- og Kvennakvöld Fáks, Þorrablót og miðnæturreið í Gjárétt.
- Félagið þjónustar og viðheldur þeim mannvirkjum sem félagið hefur byggt upp, t.a.m. TM-Reiðhöllina, keppnisvelli í Almannadal og Víðidal, félagsheimili Fáks og félagshesthúsið.
- Félagsmenn Fáks fá ókeypis aðgang að Worldfeng (árgjald að Worldfeng án félagsaðildar kostar 24.886 krónur)
- Félagið mokar reiðvegi á athafnasvæði Fáks til að gera félagsmönnum það léttara að stunda útreiðar yfir snjóþyngstu mánuðina.