Laugardaginn næstkomandi, 14. janúar, verður hinn árlegi þorrareiðtúr og þorrablót Fáks.

Þorrareiðtúrinn verður á sínum stað. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni klukkan 14:00 og eru léttar veitingar í áningu.

Eftir reiðtúrinn, klukkan 17:00, verður svo Þorrahlaðborð í félagsheimili Fáks. Húsið opnar kl. 17:00 (matur á hlaðborði frá kl. 17:30) og  matur verður á borðum til kl. 20:00. Sýnt verður beint frá leik Ísland – Ungverjaland sem hefst 19:30 á stóra tjaldinu. 

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í skráningarform hér að neðan svo hægt sé að áætla fjölda í mat.

Verð:
6.500 fyrir fullorðna
2.500 fyrir 6-12 ára
Frítt fyrir 6 ára og yngri
1.500 fyrir þá sem eru vegan og fá sér bara meðlæti

Allir velkomnir á þorrablót hjá Fáki!