Fyrirhugað var að halda aðalfund félagsins fyrir árin 2019 og 2020 í byrjun apríl. Í ljósi nýjustu sóttvarnarreglna er ljóst að ekki verður af því og óvíst hvenær aðstæður leyfa slíkann fund.  

Á aðalfundi er félagsgjaldið ákveðið hverju sinni. Í ljósi þess að ekki er vitað hvenær hægt er að halda aðalfund verður árgjaldið hið sama í ár og verða greiðsluseðlar sendir út á næstu dögum.

Árgjald 2021

Fullorðnir (22-69 ára): 15.500 kr
Ungmenni (18-21 árs): 5.000 kr
Undir 18 ára aldri: frítt

Virðingarfyllst,
Stjórn Fáks