Árangur Fáksfélaga á Landsmóti var í einu orði sagt stórkostlegur. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í gæðingahluta Landsmóts en þar voru 500 þátttakendur skráðir og hestakosturinn hreint út sagt ótrúlegur í öllum flokkum.

Innan Fáks eigum við magnaða afreksknapa og hesta sem jafnan standa í efstu sætum á Landsmótum og í ár var engin undantekning á því. Unnu þeir 6 af þeim 9 Landsmótstitlum sem keppt var um.

  • Konráð Valur Sveinsson á hestum sínum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu og Kastor frá Garðshorni tók alla þrjá Landsmótstitlana í skeiðgreinum; 100m, 150m og 250m.
  • Árni Björn Pálsson og Álfamær frá Prestsbæ eru Landsmótssigurvegarar í A-flokki gæðinga.
  • Sigurður Vignir Matthíasson og Safír frá Mosfellsbæ eru Landsmótssigurvegarar í B-flokki gæðinga.
  • Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú eru Landsmótssigurvegarar í Ungmennaflokki.

Þá voru Fáksfélagar víða í úrslitum og milliriðlum með hesta sína.

Fákur óskar knöpum með magnaðann árangur á mótinu.

Sigurður Vignir Matthíasson - Sigurvegari í B-flokki

Sigurður Vignir Matthíasson – Sigurvegari í B-flokki

Konráð Valur Sveinsson

Konráð Valur Sveinsson – Landsmótssigurvegari 100m, 150m og 250m. 

Konráð Valur Sveinsson

Matthías Sigurðsson – Landsmótssigurvegari í Ungmennaflokki