Opnað hefur verið fyrir umsóknir á viðrunarhólfum fyrir sumarið 2024. Einungis skuldlausir félagar geta sótt um hólf. Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 14. júlí. Úthlutun hólfa fer fram mánudaginn 15. júli.   Það skal tekið fram að hólfunum verður úthlutað til eins árs í senn. . Þeir einstaklingar sem fá úthlutað hólfi ber að ganga vel og snyrtilega um hólfið.

Notkunartímabil  hólfanna er frá og með úthlutunardegi og út septembermánuð.

Verð fyrir eitt hólf er 19.500 kr.

Fylla þarf út linkinn hér að neðan til að sækja um hólf.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdwEO54idNbtukVypRyIA4xho9XXRu43Jw2_evV5Z1l5CMc-g/viewform?usp=sf_link

Einnig er hægt að sækja um með þvi að senda nafn, kt og símanúmer á netfangið  vilfridur@fakur.is