Þórdís Erla Gunnarsdóttir reiðkennari frá Hólum mun bjóða upp á fjóra 40 mínútna einkatíma í vetur.

Í tímunum verður farið yfir markmið og væntingar hvers knapa. Mikil áhersla verður lögð á líkamsbeitingu á hestbaki. Leitast verður við að útskýra á einfaldan og áhrifaríkan hátt hvernig hægt er að nálgast hvert verkefni.

Kennslan hefst þriðjudaginn 19. janúar og verður kennt annan hvern þriðjudag til 2. mars.

Reiðkennslan fer fram í reiðhöllinni í C tröð á þriðjudögum.

Verð er 45.500 kr. og skráning fram í gegnum Sportfeng.