Konráð Valur Sveinsson ætlar að vera með verklega kennslu í einkatímum eða paratímum á þriðjudögum 8.mars -29. mars 2022.  Konráð útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum vorið 2021 , með BS í reiðmennsku og reiðkennslu.

Í framhaldi fór hann að kenna á Hólum frá hausti 2021 til haustsins 2022. Hann er landsliðsknapi í hestaíþróttum og hefur náð framúrskarandi árangri, sérstaklega í skeiðgreinum þar sem hann er margfaldur heimsmeistari.

Námskeiðið byggir á 4 verklegum reiðtímum þar sem ýmist eru 1 eða 2 knapar , eftir því hvernig hver og einn velur leið við skráningu.

Tímasetningar frá 16:00 -20:00

Hver tími er 40 mínútur og verður kennt í Diddahöll C tröð

Skráning á námskeiðið fer fram á www.sportfengur.com

Námskeiðsverð er 46.800 fyrir einkatíma og 23.400 fyrir paratíma