Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari  mun halda námskeið um byggingu kynbótahrossa í Fáki. Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi.

Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður líka lögð á verklegar æfingar. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 25. febrúar milli klukkan 10:00 – 15:30. Boðið verður upp á hádegisverð (inni falið í námskeiðsgjaldinu).
Verð kr. 5.000

Skráning fer fram á Sportabler

Fræðslunefnd hvetur alla kaffistofu- og brekkukynbótadómara til að mæta, læra og hafa gaman saman og geta þá í framtíðinni veifað diploma frá kynbótadómara máli sínu til stuðnings.