Árgjald reiðhallarlykla fyrir árið 2022 hefur verið stofnað í heimabanka núverandi lyklahafa.

Gjaldskrá er óbreytt frá 2021. Hér má sjá allar upplýsingar um gjaldskrána og opnunartíma: http://fakur.is/gjaldskra-tm-reidhallarinnar/

Ætli lyklahafi ekki að endurnýja árgjaldið fyrir 2022 lokast lykillinn sjálfkrafa 31. janúar. Þá falla ógreiddar kröfur sjálfkrafa niður þann 11. febrúar næstkomandi svo það er óþarfi að hafa samband við skrifstofu með ósk um niðurfellingu.

Frá og með morgundeginum, 5. janúar, eru lyklar 2 opnir eins og auglýst er í gjaldskrá, virka daga frá 14:00 til miðnættis og um helgar frá 06:00 til miðnættis.

Þá bið ég lyklahafa að skoða vel reiðhallardagatal TM-reiðhallarinnar áður en æfingar eru skipulagðar. Nú er annasamasti tíminn framundan og hluti hallarinnar mikið bókaður seinnipartinn og fram á kvöld.

Reiðhallardagatalið má finna hér: http://fakur.is/reidhallardagatal/