Námskeið með Julie Christiansen 11.-12. febrúar Fræðslunefnd Fáks hefur fengið hana Julie Christiansen til þess að halda námskeið hér í TM-Reiðhöllinni í Víðidal og reiðhöllinni hjá Sigurbirni Bárðarsyni helgina 11.-12. febrúar. Julie þarf vart að kynna en hún er margfaldur heimsmeistari og danskur meistari í hestaíþróttum.
Hestamönnum býðst nú einstakt tækifæri til þess að fara í einkatíma hjá hinni flinku Julie sem er þekkt fyrir að ná einstökum árangri á stuttum tíma. Hver tími er 45 mínútur og innifalið í námskeiðinu eru tveir einkatímar á mann, einn á föstudegi og einn á laugardegi.
Einungis 10 pláss eru í boði og því gildir sú skemmtilega regla að fyrstir koma, fyrstir fá. Námskeiðið er opið fyrir alla gilda meðlimi í hestamanafélagi. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og stendur yfir til 10. febrúar næstkomandi.
Námskeiðið kostar 40.000 kr.
Byrjaðu þjálfunartímabilið með krafti!
Námskeiðið verður haldið með þeim fyrirvara að næg þáttaka náist.
Skráning fer fram á www.sportfengur.com
Fræðslunefnd Fáks