Afar mikil aðsókn var í námskeið með Antoni Páli Níelssyni reiðkennara um jólin og því hefur fræðslunefnd náð samkomulagi við Tona um að koma reglulega í Fák í vetur. Inni á Sportfeng er því núna hægt að finna tvö námskeið með Tona, annars vegar 4x 40 einkatíma sem verða kenndir annan hvern þriðjudag í reiðhöllinni hans Didda og hins vegar helgarnámskeið.

Kennsla í 4 einkatímum hefst þriðjudaginn 12. janúar og lýkur 23. febrúar. Verð fyrir þessa 4 einkatíma er 54.500 kr.

Einnig mun Toni bjóða upp á helgarnámskeið 16. – 17. janúar í TM reiðhöllinni. Kennslan fer fram í 50 mín einkatímum báða dagana. Mælst er til þess að nemendur fylgist með kennslu hjá samnemendum sínum. Verð fyrir helgarnámskeiðið er 35.000 kr. Stefnt er að öðrum helgarnámskeiðum í vetur.

Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.

Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com