Gæðingamót Fáks verður haldið Hvítasunnuhelgina 29.-31. maí næstkomandi á Hvammsvelli í Víðidal.
Tölt T1 og skeiðgreinar verða opnar en aðrir flokkar eru lokaðir öðrum en Fáksfélögum og skulu eigendur hesta sem og knapar hafa greitt félagsgjöldin 2020 til að hafa keppnisrétt.
Skráning fer fram dagana 25. til 27. maí á Sportfeng.
https://skraning.sportfengur.com/
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Tölt T1 meistaraflokkur
- Pollaflokkur (skráning á staðnum)
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- A-flokkur ungmennaflokkur
- B-flokkur ungmennaflokkur
- A-flokkur gæðinga
- A-flokkur gæðinga áhugamenn
- B-flokkur gæðinga
- B-flokkur gæðinga áhugamenn
- Skeið – 100m / 150 m / 250 m
Skráningargjöld eru:
A og B flokkur, Tölt T1 – 6.000 kr
Ungmenni, Unglingar, börn og skeiðgreinar – 4.900 kr.
ATH – Skráningargjöld eru ekki endurgreidd.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður greinar náist ekki lágmarksfjöldi skráninga.
Nánari upplýsingar um mótið eru veittar á skraning@fakur.is