Þriðjudaginn 19. janúar hefst nýtt námskeið af vinnu í hendi. Boðið verður upp á bæði grunnhóp og framhaldshóp fyrir þá sem hafa verið áður á námskeiði hjá Hrafnhildi Helgu. Námskeiðið er 4 skipti og kostar 12.000 kr.

Kennsla mun fara fram í TM Reiðhöllinni og skráning að sjálfsögðu á Sportfeng.

Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki.

Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum.

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com