Næstkomandi fimmtudag, 28. janúar, klukkan 19:00 fer fram fjórgangur í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. Engin áhorfendur verða leyfðir í höllinni vegna sóttvarnarreglna en mótið verður í beinni útsendingu á RUV 2.

Vegna viðburðarins er höllin mikið bókuð fyrir æfingar og hvetjum við lyklahafa að skoða vel reiðhallardagatalið áður en lagt er af stað upp í höll.

Reiðhallardagatalið má sjá hér.

Viðburður á reiðhallardagatali með eftirfarandi merkingu:

1/1 – Höllin er lokuð fyrir kennslu.
1/2 – Helmingur hallarinnar er undir kennslu.
1/3 – Þriðjungur hallarinnar er undir kennslu.