Teygjunámskeið Susiar hefst nk. þriðjudag en vegna mikillar aðsóknar verður aðeins að breyta námskeiðinu því ekki var hægt að finna annan tíma í bráð til að halda annað námskeið. Bóklegi hlutinn byrjar kl. 17:30 í félagsheimilinu (en ekki 18:00 eins og ráð var gert fyrir). Eftir bóklega hlutann er ca. hálftíma hlé til að þeir sem ætla að koma með hesta geti náð í þá og til að næra sig. Mæting aftur kl. 19:30 í TM-Reiðhöllina þar sem byrjað verður á verklegum hluta. Helmingur nemenda mætir með hest en allir eiga að mæta og fylgjast með verklegri sýnikennslu Susiar. Síðan taka nemendur sig til og teygja sinn hest (annar vinnur og hinn heldur í og lærir). Nauðsynlegt að vera vel klæddur. Eftir rúman klukkutíma verður skipt og þá koma viðhöldin (sá sem hélt í hestinn)  með sínn hest eða æfa sig á þeim sem fyrir er.