Hið árlega T7 töltmót Fáks verður haldið í TM-Reiðhöllinni laugardaginn 4. febrúar næstkomandi. Mótið hefst klukkan 11:00 á pollaflokki.

Mótið er eingöngu fyrir félaga í Fák. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt.

Keppnisfyrirkomulagið er mjög einfalt, í forkeppni eru 3 inn á í einu, riðið er hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Pollaflokkur – Teymdir og ríðandi
  • Barnaflokkur minna vanir – Í Sportfeng merkt: Tölt T8 Barnaflokkur
  • Barnaflokkur meira vanir – Í Sportfeng merkt: Tölt T7 Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur minna vanir – Í Sportfeng merkt: Tölt T8 Unglingaflokkur
  • Unglingaflokkur meira vanir – Í sportfeng merkt: Tölt T7 Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur – Í Sportfeng merkt: Tölt T7 Ungmennaflokkur
  • Fullorðinsflokkur – Minna vanir – Í Sportfeng merkt: Tölt T7 – 2. flokkur
  • Fullorðinsflokkur – Meira vanir – Í Sportfeng merkt: Tölt T7 – 1. flokkur

Áskilinn er réttur til að sameina flokka.

Í pollaflokki er ekkert þátttökugjald.
Barnaflokkur 1.500 kr.
Unglingaflokkur 1500 kr.
Ungmennaflokkur 1500 kr.
Fullorðnir 2.500 kr.

Skráning er opin til 20:00 föstudaginn 3. febrúar og fer fram á www.sporfengur.com
Foreldrar polla vinsamlega skráið þá hér að neðan: