Ör-námskeið í hestanuddi/Dagsnámskeið

Dagskrá:

Kl. 11 – 13 (m. matarhléi)

  • Farið verður í gegnum helstu vöðvahópa hestsins, staðsetningu og hlutverk.
  • Farið í helstu nuddgrip sem notuð eru. Einnig hvenær nudd getur verið nytsamlegt og hvenær ekki á að nota nuddmeðferð.
  • Einnig verður farið í hvað helstu vandamálin eru og hvernig við getum notað nuddmeðferð til að bæði fyrirbyggja og meðhöndla.

Kl. 13:30 – 16/17

  • Farið verður í verklega kennslu þar sem nemendur verða 2 með einn hest og æfa sig í verklegum æfingum. Farið verður í nuddaðferðir og ýmsar æfingar.

Hámarksfjöldi er 20 þátttakendur.

Innifalið: Námskeið – fyrirlestur og verklegt +  námsefni og annað efni sem dreift er til þátttakenda

Kynning á fyrirlesara:

Auður Sigurðardóttir/Hestanudd og heilsa – starfa meðal annars sem hestanuddari þar sem markmiðið er að stuðla að almennri heilsueflingu fyrir hross á öllum aldri og öllum stigum þjálfunar.

Menntun: Hestanuddari frá NHT.  Viðurkenndur hestanuddari frá NHT og félagi í IEBWA (International Equine Body Worker Association).

Að auki:

  • Námskeið í Acupressure fyrir hesta
  • Námskeið í notkun laser í meðferð
  • Námskeið í tannheilsu hrossa
  • Námskeið í hófaheilsu hrossa
  • Námskeið í mátun reiðtygja, hnakka, höfuðútbúnaðar og méla.

Námskeiðið kostar 3.500 kr per mann. Skráning fer fram á Sportabler.