Róbert Petersen reiðkennari verður með reiðnámskeið á mánudögum í reiðhöllinni C-Tröð klukkan 15:00-21:00 í vetur.

Boðið verður upp á paratíma (60 mín) þar sem tveir nemendur eru saman í kennslustund. Þá er möguleiki að fá einkatíma og þeir sem hafa hug á því er bent á að hafa samband við Robba í síma 897 5580.

Róbert mun einstaklingsmiða námið fyrir knapa og hest með það að markmiði að ná fram sem mestum framförum í reiðmennsku knapans og gæðum hestsins.

Námskeiðin hefjast mánudaginn 3. janúar og er námskeiðið 8 tímar.

Skráning fer fram á www.sportfengur.com