Fréttir

Námskeiðum frestað

Í ljósi tilmæla frá ÍSÍ, heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur stjórn Fáks ákveðið að fresta öllum námskeiðum fram til loka samkomubannsins 13. apríl næstkomandi.

Að loknu samkomubanni er áætlað að frestuð námskeið hefjist að nýju og framlengjast þau um þann tíma sem samkomubannið varir.

Frekari tilkynningar verða sendar eftir því sem nýjar upplýsingar liggja fyrir.