Veitur vinna að lagninu nýrrar stofnlagnar hitaveitu frá Breiðholtsbraut, við göngubrú yfir í Norðlingaholt, og að lóð Orkuveitunnar við Bæjarháls.

Af þeim sökum þarf verktakinn að koma sér fyrir á tímabundnu vinnusvæði í króknum sem afmarkast af Breiðholtsbraut, Suðurlandsvegi og göngubrú yfir í Norðlingaholt.

Vinnusvæðið er á reiðleiðinni að undirgöngunum undir Suðurlandsveg og því mun reiðleiðin færast tímabundið nær Breiðholtsbraut og Suðurlandsvegi á þessum kafla. Settar verða upp tímabundnar girðingar milli reiðvegar og akvega.

Búast má við umferð stórra ökutækja sem þvera veg auk ónæðis frá vinnusvæðinu. Þessi ráðstöfun mun vara næstu mánuði.

Gætum varúðar og sýnum tillitssemi á meðan þessum framkvæmdum stendur.