Námskeið fyrir börn og unglinga með Vigdísi Matthíasdóttur verður dagana 29. og 31. mars n.k. Vigdís hefur átt góðu gengi að fagna í keppni allt frá blautu barnsbeini og sigraði m.a. 100m skeið á Landsmótinu 2014 á Hellu. Vigdís hélt tvö námskeið fyrir okkur síðasta vetur og vöktu þau mikla lukku meðal þeirra er sóttu námskeiðin.

Námskeiðið verður þannig uppsett að hver nemandi fær tvo einkatíma í 40 mínútur. Námskeiðið er m.a. tilvalið fyrir þau sem stefna á keppni.

Námskeiðið fer fram í TM-Reiðhöllinni.

Aldurstakmark er 10 -17 ára og er eingöngu fyrir Fáksfélaga.

Námskeiðsgjald er krónur 23.000.- Athugið takmarkað framboð, fyrstur kemur fyrstur fær.

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundastyrk fyrir námskeiðið þar sem það uppfyllir ekki lágmarks tímalengd.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/