Mynd: Ásdís Haraldsdóttir

Hinrik Þór Sigurðsson, reiðkennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og umsjónarmaður Reiðmannsins heldur áhugaverðan fyrirlestur í TM Reiðhöllinni fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.00.

Hinrik skýrir út hvernig líkamstjáning, jákvæð samskipti og stjórnun á stemningu nýtist í þjálfun. Hvað viðhorf okkar skipta miklu máli og hvernig við getum búið til réttar forsendur til að ná árangri.

Þá fer Hinrik yfir það hvernig hver og einn einstaklingur getur sett sér markmið og náð þeim með markvissri þjálfun.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og nýtist bæði hinum almenna reiðmanni sem og þeim sem stefna hátt og kemur sér vel á Landsmótsári.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem haldin er í samstafi við Sprett.

Auk þess að vera reiðkennari er Hinrik einnig þjálfari innan ÍSÍ og ráðgjafi og fyrirlesari í hugarþjálfun og markmiðasetningu hjá fyrirtækjum og íþróttafélögum.

Opið hús, verð kr. 1500 og posi við innganginn.

Salurinn í TM Reiðhöllinni.

16. janúar kl. 20.00.

Boðið upp á léttar veitingar frá Jóa Fel.