Fréttir

Þorrablót og þorrareiðtúr Fáks næstkomandi laugardag

Laugardaginn næstkomandi, 18. janúar, verður hinn árlegi þorrareiðtúr og þorrablót Fáks.

Ómar og Þorri sjá að venju um þorrareiðtúrinn. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni klukkan 14:00 og eru léttar veitingar í áningu.

Eftir reiðtúrinn, klukkan 17:00, verður svo Þorrahlaðborðið í félagsheimili Fáks. Húsið opnar kl. 17:00 (matur á hlaðborði frá kl. 17:30) og stendur veislan fram eftir kvöldi en matur verður á borðum til kl. 20:00.

Karlakór Kjalnesinga mun koma og syngja nokkur lög.

Verð:
4.500 fyrir fullorðna
2.000 fyrir 6-12 ára
Frítt fyrir 6 ára og yngri
1.500 fyrir þá sem eru vegan og fá sér bara meðlæti

Frábær matur, söngur og gleði – Allir velkomnir á þorrablót hjá Fáki!