Miðnæturreið í Gjárétt verður á morgun föstudaginn 21. maí.
Lagt verður af stað klukkan 20:00 frá TM-reiðhöllinni og riðið upp í Gjárétt í Heiðmörk. Má áætla klukkutíma reiðtúr upp í Gjárétt frá Víðidal.
Vegna eldhættu í Heiðmörk er ekki leyfilegt að grilla á staðnum. Þess í stað verða samlokur og drykkir til sölu á kostnaðarverði.
Spáin fyrir annað kvöld er eins og best verður á kosið og hvetjum við fólk til að mæta.