Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti þriðjudaginn 21.nóvember kl.19:30.

Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á skeiði. Sigvaldi mun einnig fjalla um reiðkennslu og segja frá sinni nálgun í reiðkennslu. Hann verður með ungan og efnilegan knapa með í för til aðstoðar.

Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.

Spennandi, áhugaverð og öðruvísi sýnikennsla sem höfðar til breiðs aldurs knapa, ungra sem og eldri knapa, þar sem farið verður vítt og breitt yfir tamningu, þjálfun og kennsluhætti.

Aðgangseyrir er 1500kr en frítt er fyrir 12 ára og yngri.