Fréttir

Keppnisnámskeið með Vigdísi Matthíasdóttur

Keppnisnámskeið
fyrir börn og unglinga með Vigdísi Matthíasdóttur verður dagana 2. – 3. mars
n.k. Vigdís hefur átt góðu gengi að fagna í keppni allt frá blautu
barnsbeini og sigraði m.a. 100m skeið á Landsmótinu 2014 á Hellu. Vigdís hélt
tvö námskeið fyrir okkur síðasta vetur og vöktu þau mikla lukku meðal þeirra er
sóttu námskeiðin.

Námskeiðið
verður þannig uppsett að hver nemandi færi einkatíma laugardag og sunnudag ca
 40 mín.   Námskeiðið er m.a. tilvalið fyrir þau sem stefna á
keppni. Námskeiðið fer fram í TM-Reiðhöllinni.

Aldurstakmark er 10 -17 ára og
er  eingöngu fyrir Fáksfélaga. Námskeiðsgjald er krónur 20.000.- Athugið
takmarkað framboð, fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/