Stórsýning Fáks verður að þessu sinni haldin 30. mars en þar verður að vanda mikil stemning og koma fram margir af landsins bestu hestum og knöpum.

Dagurinn verður allur undir og helgaður fjölda kennslusýninga, sem hafa verið í undirbúningi frá því sl. haust. Missið ef ekki af einstöku tækifæri til að sjá og hlusta á nokkra af okkar fremstu knöpum sýna fjölbreytni í uppbyggingu og þjálfun hesta.

Dagskrá:

10:00 – 12:00 kennslusýningar
Hlé
13:00 – 17:00 kennslusýningar
Hlé
20:30 – 22:30 Stórsýning Fáks
23:00 – 03:00 Ball með Helga Björns

Kennslusýningarnar hefjast að morgni og standa yfir frameftir degi, gestir geta komið og fylgst með allan daginn eða valið sér það sem áhugaverðast þykir.

  • Útskriftaefni Háskólans á Hólum: 3. árs nemendur
  • Sina Scholz: reiðkennari og knapi ársins í Skagafirði 2018
  • Anton Páll Níelsson: reiðkennari Háskólanum á Hólum
    Ásta Björnsdóttir: þjálfari og reiðkennari
  • Mette Mannseth: yfirreiðkennari Háskólans á Hólum
  • Steinar Sigurbjörnsson: IntrinZen – frelsi í þjálfun og uppbyggingu
  • Hulda Gústafsdóttir: afreksknapi og íþróttaknapi ársins 2016
  • Sylvía Sigurbjörnsdóttir: afreksknapi
  • Árni Björn Pálsson: knapi ársins og hestaíþróttamaður Fáks 2018

Stórsýning Fáks
Fram koma glæsilegustu pör félagsmanna Fáks auk fjölda annarra fjölbreyttra atriða. Glæsilegir hestar og spennandi atriði. Fylgist með þegar nær dregur.

Dansleikur í Félagsheimilinu með Helga Björns
Stórsöngvarann Helga Björns þarf vart að kynna. Helgi skapar stemningu og gleði, eins og honum er einum lagið.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

TAKIÐ DAGINN FRÁ