Fákur og Ástund verða með mátunardag á nýjum keppnisjökkum mánudaginn næstkomandi, 9. maí, milli klukkan 17:00 og 19:00 í anddyri TM-reiðhallarinnar.

Eftirfarandi stærðir eru í boði:

  • Dömujakki: XXS – XXL
  • Herrajakki: XS – XXL

Ástund ætlar að bjóða jakkana á frábæru verði eða í kringum 23.000 krónur jakkinn.

Við hvetjum alla félagsmenn að koma og kíkja við og máta jakka fyrir komandi keppnistímabil.