Við ætlum að bjóða ykkur sem nú þegar eruð skráð og þeir sem hafa áhuga að skrá sig, knapar og foreldrar, á hitting í Guðmundarstofu í Félagsheimili Fáks klukkan 20:15 á morgun fimmtudag 5. maí.

 

Þar ætla umsjónamenn námskeiðisins, Edda Rún G. og Vigga Matt að kynna sig, sjá ykkur og að hafa létt spjall um mun á íþrótta- og gæðingakeppni, og hvernig námskeiðið verður sett upp.

 

En í grunninn er lagt upp með 6x einkatíma, 20 mín í senn og því er MJÖG nauðsynlegt að knapi sé stundvís og sé búinn að hita hest sinn aðeins upp áður en tími hans hefst. Við munum einnig vera með Gæðingamóts-rennsli – æfingamót í vikunni fyrir gæðingamót þar sem að dómari dæmir og gefur umsögn. Edda og Vigga munu vera til taks á Gæðingamóti Fáks að aðstoða þá knapa sem ætla að keppa.

 

Fyrsti námskeiðsdagur er sunnudagurinn 8.maí og byrjum við kl: 10:00
Aðrar dagsetningar eru: 10.maí, 12.maí, 17.maí, 19.maí, 24.maí
Dagsetning fyrir gæðingamótsrennslið verður auglýst síðar en fyrirhugað er að hafa það 16. eða 18.maí.
Gæðingamótið og úrtaka fyrir LM er 26.maí og 28.maí.

 

Þetta eru drög að dagskrá, með fyrirvara um einhverjar smá breytingar.
Námskeiðið mun kosta: 13.000.- kr.
Hlökkum til að sjá ykkur,

 

Ef það eru einhverjir eftir að skrá sig, endilega að gera það sem fyrst.
Tengill á skráningareyðublað er hér að neðan.
Nánari upplýsingar: aeskulydsdeildfaks@gmail.com eða Tóta 8698800.