Á mánudagskvöld, 25. febrúar, klukkan 20:00 í sal TM-Reiðhallarinnar í Fáki verður haldinn fundur um málefni hrossaræktarinnar. Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur koma og kynna það sem efst á döfinni.

Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

  • Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt
  • Dómskalinn – þróun og betrumbætur
  • Nýjir vægistuðlar eiginleikanna
  • Málefni Félags hrossabænda

Eins og sjá má verður margt áhugavert tekið til umræðu.

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundinn og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

Heitt á könnunni.