Fréttir

Hittingur Heldri Fáksfélaga

Hittingur hjá Heldri Fáksfélögum, 60 ára og eldri, verður föstudaginn 1. mars klukkan 12.00 í salnum á efri hæð TM-Reiðhallarinnar.

Á boðstólnum verður súpa, brauð og kaffi og er verðið 1.000.- krónur.

Sérstakur gestur verður Þuríður Sigurðardóttir myndlistar- og söngkona. Hún mun syngja nokkrar af sínum þekktu perlum, segja sögur og leiða gesti um sýningu á nokkrum verka sinna sem munu prýða salinn.