Á uppskeruhátíð félagsins sem haldin var í janúar voru stigahæstu keppendur í öllum flokkum heiðraðir fyrir framúrskarandi keppnisárangur. Jafnframt voru Íslandsmeistarar, Landsmótssigurvegarar, Norðurlandameistarar og heimsmethafar heiðraðir. Öll þau börn, unglingar og ungmenni sem kepptu fyrir hönd félagsins á Landsmótinu fengu jafnframt fallegt viðurkenningarskjal. Hestaíþróttamaður og hestaíþróttakona Fáks voru valin þau Árni Björn Pálsson og Hulda Gústafsdóttir.

Íslandsmeistaramót í hestaíþróttum 2018 var haldið af hestamannafélaginu Spretti á félagssvæði okkar Fáksmanna í sumar. Mótið heppnaðist einstaklega vel og var hestakosturinn eins og best verður á kosið. Keppt var á bæði Brekkuvelli og Hvammsvelli fyrri dagana en úrslit fóru fram á Hvammsvellinum. Fjöldi Fáksfélaga keppti á mótinu við góðan árangur og urðu Íslandsmeistaratitlar Fáksfélaga hvorki fleiri né færri en 12, frábær árangur þar.

Á Landsmóti Hestamanna síðast liðið sumar var heimsmetið í 250m skeiði slegið þrisvar sinnum á mótinu og í öll þrjú skiptin af Fáksfélögum. Dalvar frá Horni I og Árni Björn Pálsson voru fyrstir til að slá metið en þeir fóru á tímanum 21,30 sekúndur, þá var röðin komin að Vökli frá Tunguhálsi II og hinum síunga Sigurbirni Bárðarsyni en þeir gerðu sér lítið fyrir og runnu á tímanum 21,16 sekúndur og ætlaði allt um koll að keyra í brekkunni, annað heimsmet. En þá var röðin komin að þeim Kjarki og Konráði sem gerðu gott betur en Vökull og Sigurbjörn og fóru á tímanum 21,15 sekúndur eins og áður sagði. Landsmótssigur og nýtt heimsmet í höfn, innilega til hamingju með það Kjarkur og Konráð Valur.

Hefð hefur verið fyrir því að velja félagsmálatröll félagsins á hverju ári og heiðra þann einstakling á uppskeruhátíð. Á þessu ári er af mörgum að taka þegar kemur að því vali. Ákvað stjórn að ekki væri hægt að velja einn fremur en annan og eiga allir þeir er lögðu nótt við dag í sjálfboðavinnu fyrir félagið í að gera Landsmótið sem glæsilegast hjá okkur í sumar skilið klapp á bakið fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Þórir Örn Grétarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins um áramótin og var honum þakkað fyrir vel unnin störf ásamt því að nýr framkvæmdastjóri Einar Gíslason var kynntur til leiks.

Íslandsmeistarar Fáks:

 • Hákon Dan Ólafsson, Messa frá Káragerði – gæðingaskeið unglinga
 • Arnór Dan Kristinsson, Dökkvi frá Ingólfshvoli – tölt ungmenna og samanlagður fjórgangssigurvegari ungmenna
 • Sölvi Karl Einarsson, Vörður frá Hafnarfirði – samanlagður fimmgangssigurvegari ungmenna
 • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Bjarkey frá Blesastöðum 1A – fimmgangur ungmenna
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – 100m skeið meistaraflokk og 250m skeið meistaraflokk
 • Sigurður Vignir Matthíasson, Léttir frá Eiríksstöðum – gæðingaskeið meistaraflokk og 150m skeið meistaraflokk
 • Árni Björn Pálsson, Flaumur frá Sólvangi – fjórgangur meistaraflokk
 • Hulda Gústafsdóttir, Valur frá Árbakka – Tölt T2 meistaraflokk
 • Teitur Árnason, Hafsteinn frá Vakurstöðum – fimmgangur meistaraflokk

Landsmótssigurvegarar Fáks:

 • Árni Björn Pálsson, Ljúfur frá Torfunesi – Tölt
 • Árni Björn Pálsson, Korka frá Steinnesi – 150m skeið
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – 100m skeið
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – 250m skeið
 • Teitur Árnason, Hafsteinn frá Vakurstöðum – A-flokkur

Norðurlandameistararamót:

Norðurlandameistaramót var haldið í Svíþjóð í sumar. Þar varð Arnór Dan Kristinsson á Roða frá Garði, Norðurlandameistari í tölti ungmenna og Samanlagður fjórgangssigurvegari ungmenna

Aðrir fulltrúar Fáks í landsliði Íslands á Norðurlandamótinu voru:

Arnar Máni Sigurjónsson, Hákon Dan Ólafsson, Selma Leifsdóttir, Sigurður Vignir Matthíasson, Teitur Árnason, Viðar Ingólfsson og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Heimsmethafar:

 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – 250m skeið 21,15 sek
 • Sigurbjörn Bárðarson, Vökull frá Tunguhálsi II – 250m skeið 21,16 sek
 • Árni Björn Pálsson, Dalvar frá Horni I- 250m skeið 21,30 sek

Stigahæstu keppendur í hverjum flokki

Barnaflokkur:

 • Selma Leifsdóttir
 • Ragnar Snær Viðarsson

Unglingaflokkur:

 • Jóhanna Guðmundsdóttir
 • Arnar Máni Sigurjónsson

Ungmennaflokkur:

 • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
 • Arnór Dan Kristinsson
 •  

Áhugamannaflokkur:

 • Hrafnhildur Jónsdóttir
 • Þorvarður Friðbjörnsson

Hestaíþróttamaður og hestaíþróttakona Fáks:

 • Hulda Gústafsdóttir
 • Árni Björn Pálsson