Æskulýðsnefnd ætlar að bjóða Fákskrökkum í hópefli mánudaginn 13. nóvember næstkomandi kl. 17:00 – 19:00.

Við ætlum að eiga skemmtilega samveru og hrista hópinn saman í gegnum leiki og þrautir. Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknir verður einnig með fróðlegt og skemmtilegt erindi og endar kvöldið endar með pizzuveislu.

Dagskrá kvöldsins ætti að höfða til allra og hópeflið verður aldursskipt. Markmiðið er að styrkja félagstengsl yngri flokka innan Fáks og vonumst við til að sjá sem flesta í Félagsheimili Fáks.

Æskulýðsnefnd