Sífellt fleiri hestamenn senda hey til okkar til greiningar.
Þeir sem hafa sent okkur einu sinni hafa flestir sent okkur á hverju
ári eftir það.
Viðskiptavinum okkar finnst þægilegt að fylgjast með heyinu frá árí til árs enda reiknum við út hversu mikið þarf að gefa út frá heyinu sem við efnagreinum.
Við viljum bjóða hestamönnum greiningu á heyinu þeirra núna í janúar og febrúar á 10 % kynningarafslætti.
Ég verð stödd á Selfossi um helgina og gæti þá ef áhugi er fyrir komið á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og tekið við heyi í poka (100-200gr) Merkt eiganda nafn, kt og tölvupóst. Einnig gæti ég t.d komið við í Reiðhöllinni í Mosó í næstu bæjarferð.
Fyrir ykkur sem búið lengra í burtu bjóðum við uppá að stjórn félagins eða einhver félagsmaður taki að sér að safna sýnum saman og setja í kassa og senda Efnagreiningu í pósti á kostnað Efnagreiningar. Vinsamlega hafið samband s. 6612629 eða sendið tölvupóst áður.
Þeir sem hinsvegar senda sjálfir til okkar eigið heysýni þurfa að setja heysýnið í poka í fóðrað umslag, merkja vel og póstsetja. En þeir sem safna saman í félagi eða ég dugar að setja sýnið í poka og merkja eiganda nafn, kt og tölvupóstfang
Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðurblaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:
http://efnagreining.is/?p=59
http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf