Þegar sumri fer að halla og allt kemst í rútinu er gott að sinna hestamennskunni og jafnvel fara á námskeið. Í haust er fyrirhugað að hafa fjölbreytt reiðnámskeið ef næg þátttaka næst………en það er ekki hægt að skipuleggja námskeið nema vita hvort það sé einhver áhugi fyrir þeim. Við viljum því biðja alla sem hafa áhuga á að fara á námskeið í haust að senda okkur línu og segja okkur á hvaða námskeið þið viljið fara á eða óskir um námskeið svo við getum skipulagt flott að ykkar þörfum 🙂  fakur@fakur.is

Námskeiðin sem verða í boði eru m.a.;

Frumtamningarnámskeið (sept./okt.)
Knapamerki (ágúst/sept/okt/nóv) boðið verður upp á knapamerki 1 og 2 saman. Knapamerki 3 og síðan eru komnar tvær skráningar í knapamerki 4 og vilja þær vera  seint í haust (tekið snemma inn og klárað í desember)

Bókleg knapamerki verða kennd í október
Almenn reiðnámskeið, einkatímar, sýnikennslur, vinna í hendi osfrv.

Endilega sendið okkur línu því haustið er góður tími til að bæta sig, bæði fyrir knapa og hest.